Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn fransa ríkisins úr bestu einkunn, AAA, í AA1 með neikvæðum horfum. Þetta skýrir fyrirtækið með því að hætt sé við útgöngu Grikkja úr myntbandalagi Evrópusambandsins auk þess sem litlar framfarir hafi orðið í efnahagsmálum á svæðinu og hætt sé við að Frakkar þurfi að halda áfram að fjármagna endurreisn annarra landa.

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s lækkaði lánshæfiseinkunn Frakka þegar í janúar á þessu ári. Í frétt BBC um málið er haft eftir Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakka, að lækkun einkunnarinnar sé hvatning til að vinna áfram að endurbótum í landinu. Frakkar gera ráð fyrir að skera opinber útgjöld niður um 3% á næsta ári.