Matsfyrirtækið Moody´s hefur staðfest lánshæfismat sitt fyrir Íbúðalánasjóð, Baa 3 með stöðugum horfum.

Miklar líkur á aðkomu ríkisins á komandi óvissutímum er eini styrkleiki sjóðsins sem hægt var að líta til við gerð matsins. Þetta kemur fram í tilkynningu fyrirtækisins sem birt var í dag.

Atriði sem höfðu neikvæð áhrif á mati voru nokkuð fleiri. Var þar helst fjallað um litla arðsemi sjóðsins og of mikil áhersla á heildsölu fjármögnun í rekstrinum. Þá bendir Moody´s jafnframt á að fjármagns- og eignastaða sé veik og að skuldaleiðréttingaraðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi haft neikvæð áhrif á afkomu sjóðsins.