Kínverska matsfyrirtækið Dagong Global Credit Rating Co. hefur hækkað lánshæfismat Íslands frá neikvæðu í stöðugt þar sem viðsnúningur hagkerfisins sé enn á góðri leið. Matsfyrirtækið viðhélt lánshæfismati á innlendum skuldum í BB og erlendum skuldum í BB-. Dagong segir að hagtölur og fjárhagslegar tölur sýni stöðugan vöxt sem skili sér í auknu hæfi ríkisins til að standa við skuldbindingar sínar. Þrátt fyrir þetta varar Dagong við að Ísland eigi enn við vandamál að stríða og þurfi að laga það til lengri tíma. Dagong segir einnig að aðgerðir sem vörðu innistæður Íslendinga hafi skilað sér í tilbaka í stöðuleika hagkerfisins. Íslandi hafi tekist að verja hagkerfi sitt með því að minnka halla og auka erlenda gjaldeyriseign. Fjárfesting og aukin neysla komi til með að viðhalda vexti upp á 2,5% á ári næstu árin.