Nú hefur matsfyrirtækið fræga Fitch lækkað lánshæfismat Sádí-Arabíu. Áður var það AA en núna hefur þjóðin fengið greininguna AA-, einu stigi fyrir neðan. Russia Today segir frá þessu.

Ástæða lækkunarinnar er helst til sú að heimsmarkaðsverð hráolíu hefur haldist mjög lágt í langan tíma, en eins og stendur er það í kringum 40 Bandaríkjadalir á hverja tunnu. Verðið fór lægst rétt niður fyrir 30 Bandaríkjadali og hefur flöktað mjög.

Sádí-Arabía er einn helsti framleiðandi og útflytjandi heims hvað varðar hráolíu, og hefur þjóðin ráðandi hlutverk innan OPEC-samtakanna, en í þeim klúbbi fá þau riki sem framleiða meiri olíu en þau flytja inn að vera hluti af.