Lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's hefur ákveðið að lækka lánshæfismat Úkraínu vegna óeirða og stjórnmálalegs óstöðugleika sem þar hefur ríkt undanfarna daga. Lánshæfismatið hefur verið lækkað úr CCC+ to CCC með neikvæðum horfum.

Úkraínumenn hafa undanfarið mótmælt áætlunum stjórnvalda þar í landi að auka tengsl við Rússland í stað Evrópusambandsins. „Við teljum að framtíð stjórnmála í Úkraínu sé í meiri óvissu nú en nokkurn tíma áður frá því að mótmælin hófust í nóvember í fyrra,“ segir í nýju lánshæfismati S&P.

Hér má lesa meira um matið.