Standard & Poor´s breytti lánshæfismatseinkunn Rússlands í dag. Lánshæfismat ríkissjóðs Rússlands er núna einum flokki fyrir ofan ruslflokk. BBC greinir frá.

Ástæðan er sú að erlendir fjárfestar eru hver á fætur öðrum að taka peninga út úr landinu vegna spennunnar í samskiptum við Úkraínu. Lánshæfismatið var lækkað úr BBB í BBB-.

Seðlabanki Rússlands hækkaði í dag stýrivexti úr 7% í 7,5% vegna efnahagsástandsins.