Lánshæfiseinkunn BankNordic (Foroya Bank) hjá matsfyrirtækisinu Moody‘s er óbreytt. Moody‘s tók lánshæfi bankans til endurskoðunar í febrúar síðastliðnum, þá til mögulegrar lækkunar. Var það gert eftir yfirtöku BankNordic á tólf útibúum Sparbank.

Moody‘s staðfesta fyrri einkunnir sem eru A3 fyrir langtímaskuldbindingar, skammtímaskuldbindingar og gjaldmiðlaviðskipti og C fyrir fjárhagslegan styrk. Staða bankans er stöðug.

Matsfyrirtækið gaf bankanum fyrst einkunn árið 2008 og hefur hann haldið einkunnum sínum síðan þá.