Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hefur staðfest lánshæfiseinkunn langtímaskuldbindinga Landsbankans [ LAIS ] sem A. Einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans voru einnig staðfestar sem F1. Einkunn fyrir fjárhagslegan styrk var að sama skapi staðfest B/C.

Lánshæfiseinkunnum hinna stóru viðskiptabankanna, Kaupþings og Glitnis, var báðum breytt til hins verra í dag.

Langtímaskuldbindingar Landsbanki Heritable Bank, dótturfélags bankans í Bretlandi, voru einnig staðfestar sem A. Einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans voru staðfestar sem F1, og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk er C. Horfur vegna langtímaskuldbindinga eru neikvæðar.