Glitnir banki hf. tilkynnti í dag að alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor´s hefur tekið lánshæfismat Glitnis til skoðunar með möguleika á lækkun. Glitnir er eini bankinn á Íslandi sem metinn er af Standard & Poor´s.

„Þessi afstaða Standard og Poor´s kemur í sjálfu sér ekki á óvart í ljósi þeirra aðstæðna sem nú ríkja á mörkuðum“ segir Ingvar H. Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Glitnis. „Lánshæfismatsfyrirtækin hafa almennt verið að endurskoða afstöðu sína til fjölmargra banka í ljósi breyttra markaðsaðstæðna. Standard & Poor´s breytti horfum nokkurra af stærri fjárfestingabönkum heims úr stöðugum í neikvæðar fyrir um mánuði síðan. Við munum vinna með Standard & Poor´s og kynna bankann með það að markmiði að tryggja núverandi lánshæfismat hans, og munum áfram hafa skuldabréfafjárfesta ofarlega í huga.“

Tilkynningu Standard & Poor´s um málið má nálgast hér á pdf. skjali.