Matsfyrirtækið Fitch hefur lækkað lánshæfismatseinkunn langtímaskuldbindinga Landsbankans úr B í D. Einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga lækkuðu einnig úr B í D og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk var staðfest, en hún er F.

Lánshæfismatseinkunnir Landsbankans eru ekki lengur á athugunarlista hjá Fitch.

Langtímaskuldbindingar dótturfélags bankans í Bretlandi, Landsbanki Heritable Bank, voru einnig lækkaðir í D úr BB, einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans sem D úr B og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk lækkuð í F frá D.