Lánshæfismat Landsvirkjunar og Íbúðalánasjóðs lækkar í kjölfar þess að matsfyrirtækið Standard & Poor?s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A+ úr AA- og fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt í A-1 úr A-1+.

Um leið var lánshæfiseinkunnin fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum lækkuð í AA úr AA+ en einkunnin fyrir skammtímaskuldbindingar í íslenskum krónum var staðfest A-1+. Horfur eru stöðugar.