Eftirspurn í útboði Lánamála ríkisins á nýja tveggja ára óverðtryggða ríkisbréfaflokknum RIKB14 sem fór fram síðastliðinn föstudag var nokkuð minni en hún hafði verið í síðasta útboði á flokknum, sem jafnframt var frumútboð flokksins.

Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að í niðurstöðukrafan í útboðinu hafi verið 4,75%, sem sé 36 punktum hærri krafa en á föstudaginn síðasta. Þetta sé í takti við þróunina á skuldabréfamarkaði, þar sem ávöxtunarkrafa flokksins hefur farið nánast stighækkandi upp á síðkastið. Jafnframt hefur ein vaxtahækkun verið hjá Seðlabankanum í millitíðinni, upp á 25 punkta, sem kann að setja sitt mark á ávöxtunarkröfuna í útboðinu.

Samkvæmt tilkynningu Lánamála sem birt var á föstudag bárust alls 16 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð tæpir 4,0 milljarðar að nafnverði. Ákveðið var að taka 11 tilboðum að fjárhæð 2,9 milljarða að nafnverði á ávöxtunarkröfunni 5,11%.