*

mánudagur, 30. nóvember 2020
Erlent 20. nóvember 2020 09:41

Lántaka Bretlands í hæstu hæðum

Skuldir Bretlands eru nú ríflega árleg verg landsframleiðsla þjóðarinnar. Bretland hefur ekki tekið jafn mikið að láni og í október síðan 1993.

Ritstjórn
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
epa

Lántaka Bretlands nam ríflega 22 milljörðum punda í október síðastliðnum. Bretland hefur ekki tekið jafn háa fjárhæð að láni í októbermánuði síðan mánaðarlegar mælingar hófust, árið 1993. 

Til samanburðar tók Bretland rétt rúmlega ellefu milljarð pund að láni í október á síðasta ári. Skatttekjur námu tæplega 40 milljörðum punda og drógust saman um 2,7 milljarða milli ára. Umfjöllun á vef BBC.

Skuldir ríkisins eru nú rétt rúmlega árleg verg landsframleiðsla Bretlands eða ríflega tvær billjónir punda. Skuldir ríkisins hafa ekki verið hærra hlutfall af landsframleiðslu síðan snemma á sjöunda áratug síðustu aldar.