Umtalsverðan hluta skuldaaukningar ríkissjóðs í kjölfar efnahagshrunsins má rekja til stækkunar gjaldeyrisforða Seðlabankans. Á móti skuldinni standa tryggar og auðseljanlegar gjaldeyriseignir og því ættu lántökurnar ekki að leiða til þess að hrein erlend staða þjóðarbúsins versni. Þetta kemur fram í Hvað skuldar þjóðin?, nýrri grein eftir hóp hagfræðinga í Seðlabankanum undir forystu Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra.

Enn fremur kemur fram í greininni að hluta gjaldeyrisforðans hafi verið varið til þess að kaupa tilbaka erlendar skuldir ríkissjóðs sem falla á gjalddaga á næstu tveimur árum. Skuldirnar eru keyptar undir bókfærðu verði og því leiða kaupin til þess að hrein skuld hins opinbera lækkar.