Verkalýðsfélagið Unite Union, sem er það stærsta í Bretlandi og Írlandi, veitti einum að leiðtogum félagsins „lán“ til íbúðarkaupa. Lánið hljóðaði upp á 400 þúsund pund, eða því sem jafngildir um það bil 61 milljón íslenskra króna. Um þetta mál er fjallað á vef Guardian .

Len McCluskey, eða rauði Len eins og hann hefur oft verið nefndur, keypti íbúð við syðri bakka Thames áar, nálægt hinum fræga Borough markaði. Unite stéttarfélagið þar sem McCluskey er stjórnarformaður, reiddi fram 60% kaupverðsins á íbúðinni — og hefur málið hneykslað ýmsa innan hreyfingarinnar.

Einn af aðalstyrktaraðilum Verkamannaflokksins

Forsvarsmenn Unite, telja þetta ekki vera lán, tæknilega séð. Þeir taka einnig fram að verkalýðsfélagið hafi gengið við samning við McCluskey þannig að það gæti ekki tapað á lánveitingunni.

McCluskey er einn af aðalstyrktaraðilum Verkamannalokksins í Bretlandi og er jafnframt mikill stuðningsmaður Jeremy Corbyn, sitjandi formanns flokksins.

Verkalýðsfélagið Unite er í forsvari fyrir þá í Bretlandi sem eru með hvað lægst laun. Þau hafa meðal annars lagt áherslu á það að uppræta slæma meðferð á starfsmönnum Sports Direct, hafa tekið fyrir hversu lágt þjórfé er greitt til þjóna í Bretlandi sem og slæma meðferð á fólki sem býður upp á þrifþjónustu í flugvélum British Airways allt á þessu ári.

McCluskey hefur verið í forsvari fyrir Unite verkalýðsfélagið frá árinu 2011.