*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 18. janúar 2019 11:41

Lánveitendur Wow fallast á breytingar

Skuldabréfaeigendur Wow air hafa samþykkt breytingar á skilmálum skuldabréfanna.

Ritstjórn
Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri Wow air.
Haraldur Guðjónsson

Skuldabréfaeigendur Wow air hafa samþykkt breytingar á skilmálum skuldabréfanna. Atkvæðagreiðslu skuldabréfaeigendanna lauk í gær. Indigo Partners gáfu út að breytingarnar væru forsenda þess að félagið fjárfesti í Wow air. Gefið hefur verið út að Indigo Partners stefni á að eignast 49% í Wow air og fjárfesti um 9 milljörðum króna í flugfélaginu.

Með því að samþykkja breytingarnar hefur ein af stærstu hindrunum fyrir fjárfestingu Indigo Partners í Wow air verið rutt úr vegi. Wow air hefur þegar gert breytingar á rekstrarlíkani sínu og fært það nær þeim flugfélögum sem Indigo Partners hefur fjárfest í.Flugfloti Wow air var minnkaður úr 20 flugvélum í 11 og á fjórða hundrað starfsmönnum var sagt upp. Þá losaði Wow air sig við langdrægustu flugvélarnar sínar og hyggst einbeita sér að styttri flugleiðum. 

Meðal breytinga sem samþykktar voru er að lengt verður í skuldabréfinu úr þremur árum í fimm ár með möguleika á lengingu um ár til viðbótar, gegn því að Wow air greiði milljón evru gjald. Þá var einnig lagt til að fallið verði frá skyldu um að hafa skuldabréfið skráð í kauphöllina í Stokkhólmi. 

Heimilt verður að greiða Indigo Partners, gangi fjárfestingin eftir allt að 1,5 milljónir dollara í „stjórnendagreiðslur" á ári, sem ekki er heimilt samkvæmt núgildandi skilmálum skuldabréfanna. Lagt er til að fallið verði frá skyldu um að hafa skuldabréfið skráð í kauphöllina í Stokkhólmi og einnig er óskað eftir því að Wow hætti útgáfu ársfjórðungs uppgjöra heldur birti einungis hálfs árs uppgjör.

Auk þess að Wow verði heimilt að greiða Indigo Partners til baka af lánum, sem ekki var heimilt samkvæmt skilmálum skuldabréfanna. Þá var lagt til að heimilt verði að greiða skuldabréfið upp frá og með árslokum 2019. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Stikkorð: Wow air Indigo Partners
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is