Lára Herborg Ólafsdóttir lögmaður hefur verið ráðin í stöðu fræðilegs ritstjóra hjá Fons Juris útgáfu ehf.

Hlutverk fræðilegs ritstjóra er að stýra útgáfuferli Fons Juris útgáfu, taka þátt í vali á ritum til útgáfu, hafa umsjón með ritrýni og ritrýnireglum, hafa milligöngu í samskiptum höfunda og ritrýnenda sem og almennt gæðaeftirlit með þeim fræðaskrifum sem koma út á vegum félagsins.

Lára starfar sem lögmaður á LEX lögmannsstofu. Hún lauk laganámi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2013 og framhaldsnámi í hugverka- og tæknirétti frá Berkeley háskóla í Kaliforníu árið 2018, þar sem hún gegndi m.a. stöðu aðstoðarritstjóra Berkeley Technology Law Journal.

Lára hefur haldið marga fyrirlestra hér á landi og erlendis, skrifað greinar á sviði tækni- og hugverkaréttar og sinnir kennslu í tæknirétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Á næstunni hyggst Fons Juris tengja saman með nýjum hætti útgefnar bækur og annað efni í gagnasafni sínu. Mun það veita notendum gagnasafnsins mikið forskot í störfum sínum.