Lára Stefánsdóttir undirritaði í dag samkomulag við mennta- og menningarmálaráðuneytið um starfslok hennar sem listdansstjóra Íslenska dansflokksins. Starfsemi dansflokksins verður óbreytt að sinni og fyrirliggjandi verkefnaáætlun fylgt fram á vor.

Framkvæmdastjóri dansflokksins tekur við yfirumsjón með daglegum rekstri hans þar til annað hefur verið ákveðið. Ákvörðun um stjórnun Íslenska dansflokksins verður tekin að höfðu samráði við stjórn hans.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu er Láru þökkuð vel unnin störf og henni óskað góðs gengis í nýjum verkefnum.