*

mánudagur, 27. september 2021
Fólk 9. september 2021 10:24

Lára Sigríður nýr markaðsstjóri Klappa

Lára Sigríður Lýðsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Klappa en hún var áður markaðsstjóri heilsusviðs Icepharma.

Ritstjórn
Lára Sigríður Lýðsdóttir
Aðsend mynd

Hugbúnaðarfyrirtækið Klappir hefur ráðið Láru Sigríði Lýðsdóttur í stöðu markaðsstjóra fyrirtækisins. Lára Sigríður starfaði áður sem markaðsstjóri heilsusviðs Icepharma frá árinu 2017. Þar á undan starfaði hún sem sérfræðingur á alþjóðasviði hjá Valitor.

Lára Sigríður er með Bsc í viðskiptafræði frá HR og Master í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frà HÍ.

Klappir þróar stafrænar lausnir á sviði umhverfismála sem hjálpa fyrirtækjum að lágmarka vistspor sín. Á síðasta ári fjölgaði notendum hugbúnaðarins um 72%. Klappir eru nú með yfir 300 íslenska hluthafa, og rúmlega fjögur þúsund notendur í yfir 20 löndum nýta lausnir félagsins.