*

miðvikudagur, 19. febrúar 2020
Innlent 27. janúar 2015 18:43

Lars Christansen á fundi um afnám hafta

Á fundi VÍB á morgun verður fjallað um það umhverfi sem blasir við ef gjaldeyrishöft verður aflétt.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Lars Christensen, hagfræðingur hjá Danske Bank, mun á morgun flytja erindi á fundi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka. Christansen var gangrýndur harðlega árið 2006 þegar hann fjallaði um þróun íslensks efnahagslífs og var sýnin ansi svört.

Á fundinum á morgun verður fjallað um hvað mun taka við eftir að gjaldeyrishöftum verður aflétt, s.s. varðandi stjórnun peningamála, gjaldeyrismál og fjárfestingum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun byrja á fundinum með framsögu og í lokin munu Ásdís Kristjándóttir, forstöðumaður efnhagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, taka þátt í panelumræðum.

Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, mun stýra umræðum og fundarstjóri er Elín Jónsdottir, framkvæmdastjóri VÍB.

Stikkorð: VÍB Lars Christensen