Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sl. laugardag skapa lagalega óvissu. Neikvæð skammtímaáhrif verða þó líklega minniháttar, vegna gjaldeyrishaftanna kemur ekki til útflæðis fjármagns.

Þetta kemur fram í nýrri greiningarskýrslu greiningardeildar Danske Bank, sem Lars Christensen leiðir. Hann kynnti skýrsluna á fundi hjá Íslandsbanka í dag.Hann benti á að von sé á niðurstöðum í Icesave-deilunni innan tveggja ára. Það sé áður en gjaldeyrishöftum verður lyft samkvæmt áætlun. Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar gæti því tafi fyrir afnámi hafta, að mati greiningar Danske Bank.

Christensen sagði að litið væru jákvætt á matsfyrirtækin þegar þau gefa háa einkunn en ráðist sé á matsfyrirtækin þegar þau lækka lánshæfiseinkunn. Hann sagði að einkunn Íslands gæti lækkað vegna þess  að Icesave-samningarnir voru felldir og fjármagnskostnaður þar með hækkað. Aukning kostnaðar myndi þó að miklu leyti ráðast af alþóðlegu efnahagsumhverfi og viðbrögðum íslenskra stjórnvalda. Þau þyrftu að sannfæra fjárfesta um ágæti Íslands.