Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank, er enn að skoða íslenskt efnahagslíf. Deildin birti eftirminnilega greiningu um stöðu og horfur hér á landi á vordögum 2006 undir heitinu „Iceland, Geyser crisis“ og gladdi fáa með þeirri svörtu sýn sem þar birtist um framtíð krónunnar. Forsvarsmenn í íslensku viðskiptalífi gagnrýndu Christensen harðlega vegna skrifanna og má segja að hann hafi verið hataðasti greinandi um þróun íslensks efnahagslífs á þeim tíma.

Eftir hrunið hefur Lars Christensen verið nokkur bjartsýnni á horfurnar eftir hrun. Hann kynnir þriðju greiningu Danske bank á Íslandi á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, á morgun.

Fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbankana að á fundinum á morgun muni fara fram umræður um horfur hér á landi og þá kerfislegu áhættuþætti sem helst gætu komið í veg fyrir jákvæða þróun, ekki síst þau vandamál sem geta komið upp á næstu árum tengdum gjaldeyrishöftum og greiðslujöfnuði við útlönd.

Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans og Hrafn Árnason, forstöðumaður stýringar eigna hjá Íslandssjóðum taka þátt í umræðunum ásamt Lars. Fundarstjóri er Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri VÍB.