Lars Christensen hagfræðingur sagði nálgun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, í viðtölum við erlenda fjölmiðla síðustu daga, eftir kosninguna um Icesave, ekki hafa verið faglega. Hann ætti ekki að koma fram í fjölmiðlum, á þessum tímum, og segja að lánshæfismatsfyrirtækin væru vitlaus og Ísland gæti bjargað sér eitt og sér. "Ég er ekki að segja að þetta sé endilega rangt, heldur er betra að vera yfivegaðari og faglegri í framkomu, ekki síst þar sem Ísland þarf á fjármagni að halda," sagði Lars. "Þetta viðhorf hjá forsetanum er rangt, ekki síst á þessum tímum."