Danski hagfræðingurinn Lars Christensen hefur látið af störfum sem forstöðumaður greiningardeildar Danske bank. Þetta kemur fram í pistli á Facebook síðu hans. Hann er hvað þekktastur hér á landi fyrir að tala opinskátt um veikleika íslensks bankakerfis fyrir efnahagshrun og hefur frá því talað margsinnis um stöðu mála hér á landi.

Hann hefur starfað hjá Danske bank í fjórtán ár en hyggst núna hefja eigin rekstur á sviði ræðuhalda og ráðgjafa á sviði alþjóðahagfræði, fjármálamarkaða og peningamála.

„Þessi ákvörðun hefur átt sér langan aðdraganda,“ segir Lars í pistli sínum. „Ég hef átt dásamlegan tíma hjá bankanum og hann mun alltaf vera „minn banki“.“

Lars var nýlega hér á landi til að ræða afnám hafta ásamt Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á fundi VÍB . Viðskiptablaðið ræddi við Lars að fundinum loknum um afstöðu erlendra fjárfesta til Íslands og gjaldeyrismál á Íslandi