Lars Lag­er­bäck er í 12. sæti launalista þeirra þjálfara sem verða með lið á Evrópumeistaramótinu í fótbolta í sumar samkvæmt vefsíðunni Finance Football . Árslaun Lars eru sögð vera 430 þúsund evrur á ári, eða sem nemur um 60 milljónum króna.

Efstur á listanum er Roy Hodgson, þjálfari enska landsliðsins. Laun hans eru sögð vera 5 milljónir evra á ári, sem jafngildir um 705 milljónum króna, eða rúmlega 11 sinnum hærri en laun Lars.