Fyrr í dag var greint frá því að Bruggsmiðjan Borg hefði ákveðið að setja nýjan bjór á markað til heiðurs landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck undir nafninu Lars Lager Bock. Eflaust biðu margir spenntir eftir því að fá að smakka á þessum nýja bjór, en nú er hins vegar óvíst að hann komi nokkru sinni á markað, samkvæmt frétt DV um málið.

Þar kemur fram að Einar Þór Gústafsson hafi hannað umbúðirnar af bjórnum en hann er alls ótengdur bruggsmiðjunni. Segist hann hafa gert þetta í „smá flippi“. Hönnunin sé lítið annað en skemmtilegur virðingarvottur við frábæran þjálfara.

Óli Rúnar Jónsson, verkefnastjóri Borgar, segir í samtali við DV að bjórinn sé ekki kominn á teikniborðið hjá fyrirtækinu. Því sé bið á því að bjórþyrstir geti smakkað á bjórnum. „En pressan er að aukast, enda sniðug og skemmtileg hugmynd,“ segir hann aftur á móti.