Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi héraðsdóms í Vafningsmálinu svokallaða, að því er sagði í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag. Guðmundur Hjaltason, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis, mun ekki hafa tekið ákvörðun um áfrýjun.

Þeir Lárus og Guðmundur voru báðir dæmdir í níu mánaða fangelsi fyrir stórfelld umboðssvik þann 28. desember síðastliðinn, en þar af voru sex mánuðir skilorðsbundnir í báðum tilfellum. Saksóknari hafði krafist fimm og hálfs árs fangelsis yfir Lárusi og fimm ára fangelsisdóms yfir Guðmundi.