Lárus Guðjón Lúðvígsson hefur hafið störf á ráðgjafasviði KPMG og mun hann vinna við ráðgjöf í straumlínuráðgjöf. Þetta þýðir að hið svo kallaða Lean teymi KPMG skipar nú þremur ráðgjöfum.

Lárus er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá DTU í Danmörku og B.Sc. gráðu frá HR. Hann er kvæntur Katrínu Ýr Magnúsdóttur sem vinnur hjá lyfjafyrirtækinu AstraZeneca í Bretlandi.

Hann hefur reynslu úr framleiðslugeiranum bæði frá Danmörku og Svíþjóð. Hann starfaði meðal annars sem framleiðslustjóri hjá Berendsen Textil Service. Einnig hefur Lárus starfað í greiningardeild IBM í Danmörku og hjá Sjóvá.

Benedikt K. Magnússon, sviðsstjóri ráðgjafasviðs KPMG telur að með ráðningu Lárusar sé verið að mæta auknum áhuga stjórnenda á því að nýta sér straumlínuráðgjöf. Telur hann að innleiðingu slíkrar ráðgjafar geti aukið kostnaðarhagræði á sama tíma og ánægja starfsmanna aukist.