*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 8. maí 2013 10:58

Lárus og fleiri kaupa Bílanaust

N1 er búið að selja Bílanaust. Kaupendur eru Lárus Blöndal Sigurðsson og aðrir fjárfestar.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Lárus Blöndal Sigurðsson og meðfjárfestar hans hafa skrifað undir samning um kaup á rekstri Bílanausts. Kaupverðið er trúnaðarmál. 

Fyrirtækjaráðgjöf MP Banka var ráðgjafi N1 við söluna. Vb.is sagði frá því í morgun að Bílanaust væri í söluferli. Það hafi staðið yfir í tiltiölulega skamman tíma eða frá því reksturinn var skilinn frá N1 í fyrravetur. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1, sagði í samtali við vb.is að upphaflega hafi ekki staðið til að selja fyrirtækið.

Haft er eftir Eggerti í tilkynningu nú að salan sé liður í að skerpa á kjarnastarfsemi N1. „Við vonumst til að eiga áfram gott samstarf við Bílanaust á næstu árum,“ segir hann. 

Sömuleiðis er haft eftir Lárusi að hann og fjárfestarnir sjái mikil tækifæri í Bílanausti og hafi þeir mikla trú á framtíð þess.

Tengd frétt: Handboltastjarnan Dagur einn kaupenda Bílanausts