Lárus Blöndal Sigurðsson og meðfjárfestar hans hafa skrifað undir samning um kaup á rekstri Bílanausts. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Fyrirtækjaráðgjöf MP Banka var ráðgjafi N1 við söluna. Vb.is sagði frá því í morgun að Bílanaust væri í söluferli. Það hafi staðið yfir í tiltiölulega skamman tíma eða frá því reksturinn var skilinn frá N1 í fyrravetur. Eggert Benedikt Guðmundsson , forstjóri N1, sagði í samtali við vb.is að upphaflega hafi ekki staðið til að selja fyrirtækið.

Haft er eftir Eggerti í tilkynningu nú að salan sé liður í að skerpa á kjarnastarfsemi N1. „Við vonumst til að eiga áfram gott samstarf við Bílanaust á næstu árum,“ segir hann.

Sömuleiðis er haft eftir Lárusi að hann og fjárfestarnir sjái mikil tækifæri í Bílanausti og hafi þeir mikla trú á framtíð þess.

Tengd frétt: Handboltastjarnan Dagur einn kaupenda Bílanausts