Guðmundur Hjaltason og Lárus Welding héldu báðir fram sakleysi sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í Vafningsmálinu. Málið snýst um 10 milljarða króna lánveitingu Glitnis til Milestone í febrúar 2008. Aðalmeðferð hófst í málinu í dag og mun standa yfir næstu fjóra daga. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Guðmundur og Lárus sögðust ekki hafa komið að lokaákvörðun um lánveitingu til Vafnings en Lárus sagði það hafa að hans mati verið rétta ákvörðun.

Starfsmenn bankans voru ítarlega spurðir út í þær lánveitingar sem áttu að fara til Vafnings en fóru hinsvegar til Milestone. Oft báru starfsmenn fyrir sig minnisleysi.

Guðmundur og Lárus fór fram á fyrr í haust að málinu yrði vísað frá en því var synjað.