Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis, og þrír aðrir fyrrverandi starfsmenn bankans, verða í yfirheyrslum hjá Embætti sérstaks saksóknara í dag. Á annan tug manna var yfirheyrðu í tengslum við rannsókn embættisins á meintri markaðsmisnotkun tengdum Glitni, FL Group og Stím-málinu svokalla.

Ólafur Þór Hauksson - Sérstakur saksóknari
Ólafur Þór Hauksson - Sérstakur saksóknari
© BIG (VB MYND/BIG)

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir í samtali við Viðskiptablaðið gert ráð fyrir því að yfirheyrslur muni standa yfir í allan dag yfir þeim sem tengist málinu. Ekki mun útilokað að fleiri verði kallaðir til yfirheyrslu sem tengist málinu til viðbótar við þá sem voru yfirheyrðir í gær.

Alls tóku um 60 starfsmenn embættisins þátt í aðgerðunum í gær.

Eins og fram kom í fréttum í gær voru þeir Lárus, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, og Ingi Rafnar Júlíusson, verðbréfamiðlari hjá Glitni, allir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Héraðsdómari varð ekki við gæsluvarðhaldskröfu yfir Elmari Svavarssyni, fyrrverandi miðlara hjá Glitni,

Rannsókn Embættis sérstaks saksóknara beinist að lánveitingum og hlutabréfaviðskiptum Glitnis í viðskiptum tengdum FL Group og Stími í aðdranda hruns bankanna fyrir rúmum þremur árum.

Glitnir uppgjör 07.05.08
Glitnir uppgjör 07.05.08
© BIG (VB MYND/BIG)