Lárus Sigurðsson hefur verið ráðinn til starfa hjá ALM fjármálaráðgjöf hf. Lárus mun þar sinna starfi sérfræðings í fyrirtækjaráðgjöf.  Lárus hefur mikla reynslu af störfum á fjármálamarkaði. Hann var forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu SPRON 1999 til 2001, útibússtjóri og síðar svæðisstjóri hjá SPRON 2001-2009 og síðar útibússtjóri fyrirtækjaútibús MP banka 2009-2013. Í tilkynningu vegna ráðningarinnar kemur fram að Lárus lauk AMP námi frá IESE í Barcelona 2006 og Rekstrar- og viðskiptanámi frá EHÍ 1999.

ALM Fjármálaráðgjöf hf. er  verðbréfafyrirtæki sem veitir heildstæða þjónustu á sviði fjármála fyrir fyrirtæki, stofnanir og fagfjárfesta, með áherslu á eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf.  Fyrirtækið var stofnað árið 2009 og starfar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki frá árinu 2010.