*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Fólk 7. júlí 2020 08:44

Lárus stjórnarformaður Menntasjóðs námsmanna

Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur verið skipaður stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.

Ritstjórn

Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur verið skipaður stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna, sem kemur í stað Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).

Lárus starfar hjá lögmannsstofunni Sævar Þór & Partners. Lárus starfaði áður sem lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu í rúm fimm ár áður en hann fór að leggja stund á lögmennsku. Þar áður var hann lögfræðingur hjá Persónuvernd.

Lárus starfaði sem lögfræðingur hjá ríkinu í meira en áratug og hefur því mikla reynslu og þekkingu á stjórnsýslurétti fyrir utan þau réttarsvið sem hann starfaði á, samkeppnisrétti og persónuupplýsingarétti. Hann sat í stjórn LÍN og var varaformaður stjórnar. Hann situr einnig í stjórn um heiðurslaun listamanna og er varamaður í stjórn listamannlauna.