Lárus Sigurður Lárusson hdl. hefur hafið störf hjá Lögmönnum Sundagörðum.

Lárus starfaði hjá Samkeppniseftirlitinu árin 2010 til 2016 þar sem hans helstu verkefni voru samrunar og undanþágur á fjármálamörkuðum og mörkuðum fyrir viðskiptabanka og fjárfestingabankaþjónustu. Þá sinnti hann einnig verkefnum á samgöngumörkuðum og á mörkuðum tengdum ferðaþjónustu. Fyrir það var hann lögfræðingur hjá Persónuvernd á árunum 2007-2010 og sinnti þar úrskurðum í kærumálum, álitsgerðum til ráðherra og umsögnum til Alþingis auk leyfisveitinga á sviði vísindarannsókna.

Lárus lauk B.A. og M.L. í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut réttindi til þess að vera héraðsdómslögmaður árið 2013.

Hjá Lögmönnum Sundagörðum mun Lárus sérhæfa sig í verkefnum á sviði samkeppnisréttar, s.s. samrunum, opinberum samkeppnishömlum og undanþágum frá samkeppnislögum auk þess að annast hagsmunagæslu fyrir fyrirtæki í samskiptum við samkeppnisyfirvöld.