50% af þóknun Glitnis koma frá markaðssyllunum tveimur: orkugeiranum og sjávarútvegi, sagði Lárus Welding, forstjóri Glitnis Í ræðu á fundi Íslensk-Ameríska verslunarráðsins í New York fyrir stundu.

Hann sagði að Glitnir hefði haslað sér völl sjávarútvegi og þá væru umsvif bankans í orkuiðnaði sífellt að aukast. Lárus sagði niðursveiflu á alþjóðlegum fjármálamörkuðum ekki hafa áhrif á sjávarútveg og orkuiðnað með þessum hætti væri Glitnir að dreifa áhættu sinni og um leið að styrkja undirstöðu bankans.