„Ég tel það sé lykilatriði fyrir Glitni og aðrar íslenskar fjármálastofnanir í núverandi árferði að einblína á rekstur sinn og sýna aðlögunarhæfni við að bregðast við breyttum aðstæðum,“ sagði  Lárus Welding, forstjóri Glitnis [ GLB ], á fundi um þjóðhagsspá bankans í morgun.

Hann sagði að yfir alþjóðlega fjármálakerfið dynur nú einar þær mestu hamfarir sem orðið hafa í áratugi.

Fleiri geta, að mati Lárusar, lagt sitt af mörkum þegar gefur á skipið, svo notað sé hans orðalag. „Ríkið getur einnig lagt sitt að mörkum með því að auka trúverðugleika kerfisins; til dæmis með því að sýna fram á að þeir geti tekið lán á markaði og styrkt gjaldeyrisforða Seðlabanka eins og þeir vinna nú að.“

Lárus sagði einnig að aðilar vinnumarkaðar geta lagt sitt að mörkum með því að bíða með miklar launahækkanir þangað til bönd eru komin á verðbólguna.