Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, óskaði eftir því við þingfestingu Aurum-málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að þætti hans í málinu verði frestað og það tekið með öðrum málum sem hann tengjast.

Óttar Pálsson, lögmaður Lárusar, lét bóka kröfu hans. Forsendurnar eru þær að Lárus hafi réttarstöðu sakbornings í mörgum málum sem varða störf hans hjá Glitni á árunum 2007 og 2008.

Lárus hlaut níu mánaða dóm í Vafningsmálinu á milli jóla og nýárs. Þrír mánuðir af mánuðunum níu voru skilorðsbundnir.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vildi ekki tjá sig um kröfu Lárusar í samtali við vb.is í héraðsdómi í morgun.