Lárus Welding hefur verið ráðinn forstjóri Glitnis. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ármannssyni sem hefur gegnt starfi forstjóra í 10 ár. Í tilkynningu kemur fram framkvæmdastjóri Landsbanka Íslands í Lundúnum frá 2003 en hann hóf starfsferil sinn innan bankakerfisins á fyrirtækjasviði Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (síðar Glitnis) árið 1999 að því er kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Sem forstjóri Glitnis, mun Lárus bera ábyrgð á að fylgja eftir stefnumörkun bankans og leiða um 1.900 manna starfslið í 10 löndum. Markaðsvirði Glitnis við lok 1. ársfjórðungs 2007 var um 400 milljarðar íslenskra króna og heildareignir um 2.200 milljarðar króna.

Á næstu dögum munu Lárus Welding og Bjarni Ármannsson heimsækja starfsstöðvar litnis og hitta starfsfólk auk þess að heimsækja matsfyrirtæki, greiningaraðila og fjölmiðla.

?Bjarni Ármannson hefur verið mjög farsæll í starfi sínu sem forstjóri og hefur náð frábærum árangri þegar litið er til gengis bankans. Ég er afar stoltur og það er í senn spennandi og ögrandi verkefni að fá tækifæri til að taka við
starfi forstjóra Glitnis,? segir Lárus Welding. Hann sagðist myndu halda áfram að byggja á sérfræðiþekkingu starfsmanna bankans á heimamörkuðum hans, Íslandi og Noregi, auk þess að halda áfram að styrkja stöðu hans á sviði fjármála- og bankastarfsemi á Norðurlöndum og í Bretlandi. ?Glitnir er sterkt vörumerki á þeim mörkuðum sem bankinn starfar á og ég trúi því að þau gildi sem bankinn starfar eftir; að vera fljótur, snjall og faglegur, séu það veganesti sem þarf til að ná árangri á alþjóðlegum fjármálamarkaði í dag. Starfsmenn Glitnis eru þekktir fyrir fagleg vinnubrögð og heilindi og ég hlakka til að verða hluti af þessu sterka liði.?

?Ég styð heilshugar stefnu bankans á alþjóðamarkaði þar sem áhersla hefur verið lögð á sérfræðiþekkingu á sviði matvælaiðnaðar, þjónustuskipa við olíuiðnað og sjálfbæra orkuvinnslu. Einnig hefur bankinn lagt áherslu á
alþjóðlega bankaþjónustu við viðskiptavini af heimamörkuðum sem og sértæka þjónustu í Norður-Evrópu. Þessi skýra stefna hefur rennt styrkum stoðum undir bankann á afar hörðum samkeppnismarkaði í Evrópu og á alþjóðavettvangi. Ég vona að reynsla mín frá störfum í Bretlandi muni stuðla að enn sterkari stöðu
bankans í fjármálalífinu í London. Frá því Glitnir hóf sókn á erlenda markaði 2001 hefur byggst upp þéttriðið net skrifstofa í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi auk Lúxemborgar, London, Moskvu, Sjanghæ og Halifax í Kanada. Þessi starfsemi, auk fyrirhugaðrar opnunar skrifstofu bankans í New York í haust gerir Glitni að alþjóðlegum banka? segir Lárus. Hann segir nýleg kaup á 68,1% hlut í FIM, sem er með starfsemi í Finnlandi og Rússlandi, og 91% hlut í Leimdörfer, sem er með starfsemi í Svíþjóð og Finnlandi, hafi fengið afar góðar
viðtökur á markaðnum. ?Ég hlakka til að takast á við samrunaferlið vegna þessara kaupa þannig að hluthafar, starfsfólk og viðskiptavinir beri hag af.?

Þorsteinn M. Jónsson, nýkjörinn stjórnarformaður Glitnis, segir Lárus Welding státa af góðum árangri í bankaviðskiptum.?Stjórn Glitnis er afar ánægð með að hann hafi ákveðið að ganga til liðs við Glitni og verða nýr forstjóri bankans. Síðastliðin ár hafa verið mjög góð fyrir hluthafa bankans og við erum sannfærð um að Lárus muni halda áfram á þeirri braut uppbyggingar og vinna með hag hluthafa að leiðarljósi?.

Nýja stjórn Glitnis skipa Björn Ingi Sveinsson, Haukur Guðjónsson, Jón Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Pétur Guðmundarson, Skarphéðinn Berg Steinarsson og Þorsteinn M. Jónsson sem er formaður.

Lárus Welding er viðskiptafræðingur frá Háskóla Ísland, löggiltur verðbréfamiðlari og með próf í fjármálum frá UK Securities Institute í  Bretlandi. Lárus hóf störf hjá Landsbanka Íslands í Lundúnum árið 2003 og hefur leitt uppbyggingu á starfsemi bankans þar. Meðal verkefna hans má nefna stjórnun á sérhæfðum lánateymum í Bretlandi og Hollandi auk starfsmanna í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Lárus hefur einnig tekið þátt uppbyggingu á innlánastarfsemi bankans í Bretlandi. Hann starfaði hjá JHR endurskoðunarskrifstofu 1997-1999, hjá Seðlabanka Íslands 1998 og Fjárfestingabanka atvinnulífsins, FBA, síðar Íslandsbanka-FBA 1999-2003. Lárus er giftur Ágústu Ólafsdóttur og eiga þau tvær dætur, sjö ára og eins árs.

Bjarni Ármannson hefur verið forstjóri Glitnis og forvera hans frá 1997. ?Þetta hafa verið frábær 10 ár og ég er afar stoltur af því að hafa tekið þátt í að ríflega 20-falda verðmæti bankans. Starfsfólk Glitnis og sá andi sem ríkir í
bankanum hefur verið stór hluti af mínu lífi og skipar sérstakan sess í hjarta mínu. Það er mjög góður gangur á bankanum og það er full ástæða til að óska Lárusi Welding til hamingju með nýja starfið og óska honum velfarnaðar í störfum sínum fyrir bankann. Við munum vinna sameiginlega að því að forstjóraskiptin gangi greiðlega fyrir sig og verði til heilla fyrir starfsfólk, hluthafa og viðskiptavini.?