Í ræðu sinni á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja fyrr í dag benti Lárus Welding, bankastjóri Glitnis og formaður samtakanna, á að flestir íslensku bankanna hafa gætt þess að halda sig frá skuldabréfavefningum þeim sem hafa valdið hvað mestum vandræðum í íslenskum fjármálaheimi, ólíkt ýmsum evrópskum og bandarískum bönkum.

„Að mínu mati höfum við því miður ekki notið sannmælis né góðs af þeirri varkárni," sagði Lárus í ræðu sinni.

Lárus benti á að stórir þekktir erlendir bankar hafi tapað stórum fjárhæðum á skuldavafningum tengdum undirmálslánum frá Bandaríkjunum.

„Sem dæmi dæmi má nefna hefur UBS bankinn tilkynnt um samtals 38 milljarða dollara afskriftir sökum þessa – en það jafngildir um heildar lánsfjárþörf allra íslensku bankanna erlendis."