Latibær skrifaði í dag undir samning við British Broacasting Corporation (BBC) um að sýna sjónvarpsþætti félagsins á rásum BBC í Bretlandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag þar sem forráðamenn Latabæjar og BBC undirrituðu samningin.

Áætlað er að sýningar á sjónvarpþáttunum hefjist þann 3. október næstkomandi. Ekki hefur verið gefið upp hve mikið BBC greiðir fyrir sjónvarpréttinn

?Þetta er mikill áfangasigur og lykillinn að vinsældum Latabæjar í Bretlandi á komandi árum. Samningurinn kemur í framhaldi af mjög góðum árangri Latabæjar í Þýskalandi og Noregi þar sem áhorfstölur hafa sýnt allt að 57% áhorf allra barna á aldrinum 2-11 ára. Samningurinn felst í að BBC kaupi sýningarrétt á sjónvarpsþáttunum um Latabæ til næstu fimm ára og mun sýna þættina um Latabæ á BBC. Jafnframt mun BBC fylgja sýningunum eftir á kapalbarnarásunum CBBC og Cbeebies," segir í tilkynningu.

BBC nær til 57 milljón sjónvarpsáhorfenda í Bretlandi og hefur fjölmiðlasamsteypan um 95,6% markaðshlutdeild á sjónvarpsmarkaði. Í tilkynningu frá Latabæ segir að 76% af öllum breskum börnum horfi á BBC. " Kapalrásirnar CBBC og CBeebies hafa einnig verið með mesta áhorf kapalbarnastöðva í Bretlandi og hafa þær haldið því forskoti frá upphafi."

Latibær hefur starfað á Íslandi frá árinu 1995. Þættirnir um Latabæ hafa nú verið teknir til sýninga í Bandaríkjunum, Kanada og Suður-Ameríku, Þýskalandi, Noregi, Frakklandi og nú síðast á Íslandi.