Spænskur læknir sem yfirgaf heimili sitt árið 1995 og var úrskurðaður látinn fjórtán árum seinna fannst fyrir stuttu. Maðurinn heitir Carlos Sanchez Ortiz De Salazar en hann hafði verið í felum í skógum á Ítalíu frá árinu 1997.

Hann fannst þegar tveir menn römbuðu á hann meðan þeir voru að týna sveppi í skóginum. Þegar hann fannst þá sagði hann við mennina „Ég er spænskur, ég heiti Carlos og ég hef búið hérna síðan árið 1997. Eg vil ekki lifa á meðal fólks, nú þegar þið hafið fundið mig þá þarf ég að fara héðan“

Fjölskylda mannsins leitaði að honum í skóginum á laugardag en hann fannst ekki. Móðir hans sagði við fjölmiðla að hún myndi virða ósk hans um að lifa ekki á meðal fólks, en við munum hins vegar ekki fara héðan fyrr en við höfum faðmað hann einu sinni, jafnvel þótt það verði í síðsta skipti.

Hér má lesa frétt Sky um málið.