Dell kynnti nýverið nýja fartölvulínu til sögunnar, Latitude E, sem munu taka við hinum vinsælu Latitude D. Síðarnefnda línan hefur verið í boði síðastliðin sex ár hjá EJS.

Í fréttatilkynningu frá EJS segir að „með nýju Dell E series er hugtakið færanleg skrifstofa tekið enn lengra.“ Við hönnun tölvunnar var talað við tæplega fjögur þúsund sérfræðinga og notendur um heim allan.

Latitude E eru meðal annars með WiFi, Bluetooth, GPS og 3G þannig hægt er að nota þær víða, og rafhlöðuending nemur um 19 klukkustundum.