*

laugardagur, 17. ágúst 2019
Erlent 1. júní 2015 18:09

Látnir vinna á gólfinu

Stjórnendur bandaríska fyrirtækisins Darden Restaurants voru látnir vinna við að þjóna og matreiða á veitingastöðum fyrirtækisins.

Ritstjórn
Veitingastaður.
Aðunn Georgsson

Stjórnarmenn í bandaríska fyrirtækinu Darden Restaurants, sem rekur fjölda veitingahúsa, voru látnir vinna á gólfinu á veitingahúsum fyrirtækisins til þess að þeir fengju reynslu af þeirri starfsemi sem fer þar fram. Bloomberg greinir frá.

Vogunarsjóðurinn Starboard Value á Darden Restaurants og tilnefnir stjórnarmenn fyrirtækins. Sérhver stjórnarmaður vann í eitt kvöld á veitingahúsi í eigu Darden.

Framkvæmdastjóri Starboard Value og stjórnarformaður Darden, Jeff Smith, segist hafa þjónað til borðs og sinnt einföldum störfum í eldhúsinu. Hann segir að um ómetanlega reynslu hafi verið að ræða. Til þess að taka réttar ákvarðanir þurfi stjórnendur að vita hvað sé að gerast á gólfinu.