Upplýsingatæknifyrirtækin Applicon og TM Software ásamt móðurfélaginu Nýherja efndu til haustfagnaðar í Austurbæ í Reykjavík á föstudag. Hraðfréttamennirnir Fannar og Benedikt fóru á kostum og hituðu upp salinn áður en Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, og Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri TM Software, fóru yfir áherslur og sókn samstæðunnar næstu mánaða. Þá hélt Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, hugvekju um mikilvægi þjónustu.

Að því loknu var haldið á 2. hæð Austurbæjar, í Silfurtungið, þar sem bornar voru fram léttar veitingar í föstu og fljótandi formi auk þess sem DJ Tommy White þeytti skífum fram eftir kvöldi.

Hér má sjá nokkrar myndir frá haustfagnaðinum. Myndirnar tala sínu máli.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)

© Aðsend mynd (AÐSEND)