*

föstudagur, 14. maí 2021
Innlent 18. apríl 2021 11:32

Laugar Spa hagnast í faraldri

Félagið Laugar Spa, sem rekur snyrti- og nuddstofu, hagnaðist um 9 milljónir króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Hafdís Jónsdóttir.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Félagið Laugar Spa, sem rekur snyrti- og nuddstofu og er í eigu Hafdísar Jónsdóttur sem á líkamsræktarkeðjuna World Class ásamt eiginmanni sínum Birni Leifssyni, hagnaðist um 9 milljónir króna á síðasta ári. Árið áður nam hagnaður tæplega 3 þúsund krónum.

Velta félagsins nam 175 milljónum króna og dróst saman um 26 milljónir frá fyrra ári.

Eignir námu 59 milljónum króna og eigið fé 31 milljón króna um síðustu áramót.

Stikkorð: uppgjör Laugar Spa