Uppbókað var í Laugavegshlaupið á um hálftíma í dag. Þurftu margir hlauparar frá að hverfa eftir að skráningarvefurinn hrundi en opnað var fyrir skráningu klukkan 12 á hádegi í dag. Fjöldi óánægðra hlaupagarpa hafa tjáð sig á Facebook vegg Laugavegshlaupsins eftir að hafa ekki komist að í hlaupið.

Áhugi á hlaupinu hefur aukist til muna á undanförnum árum. Uppselt varð í hlaupið 2019 á þremur dögum og árið 2020 á þrem klukkutímum.

Laugavegshlaupið er 55 kílómetra utanvegahlaup sem haldið verður í 25. sinn þann 17. júlí 2021. Alls tóku ríflega 500 manns þátt í hlaupinu á síðasta ári. Þá kom Vaidas Zlabys fyrstur í mark á 4 klukkustundum og 17 mínútum.

Sjá einnig: Fjallaskíði og höfuðljós rjúka út

Líkt og Viðskiptablaðið fjallaði um í vikunni hefur útvistaáhugi Íslendinga líklega aldrei verið meiri enda líkamsræktarstöðvar lokaðar og hvers konar íþróttir sem krefjast snertingar bannaðar almenningi.

🏃🏼 Fullbókað er í Laugavegshlaupið 2021 🏃🏾‍♀️ Gangi ykkur vel í undirbúningnum! 🏃🏼 2021 Laugavegur Ultra Marathon is fully booked 🏃🏾‍♀️ Good luck in your preparation!

Posted by Laugavegur - Ultra marathon on Friday, 8 January 2021