Borgarráð keypti húsin á Laugavegi 4 og 6 fyrir 580 milljónir. Þetta kom fram á fundi borgarráðs í dag. "Ljóst er að þessi ákvörðun þýðir að Reykjavíkurborg ætli að reiða fram allt að milljarð króna til uppkaupa og endurbyggingar reitsins þar sem kostnaður við enduruppbyggingu hefur verið metin á 389 milljónir króna," segir í tilkynningu til fjölmiðla frá Degi B. Eggertssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra.

"Fastlega má gera ráð fyrir því að þótt húsin verði seld í kjölfarið tapi borgarsjóður ekki minna en hálfum milljarði," segir enn fremur í tilkynningunni.

Kaup húsanna var eitt fyrsta verk nýs meirihluta í borginni.