*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 8. október 2014 17:15

Lauk útboði á víxlum fyrir tæpa tvo milljarða

Íslandsbanki bauð út tvo víxla til fimm og sex mánaða og seldi til breiðs hóps fjárfesta.

Ritstjórn
Íslandsbanki
Haraldur Guðjónsson

Íslandsbanki lauk í dag útboði á tveimur víxlum til fimm og sex mánaða. Tilboðum var tekið í fimm mánaða víxilinn fyrir 760 milljónir króna að nafnvirði og fyrir 1.120 milljónir króna í sex mánaða víxilinn.

Bréfin voru seld til breiðs hóps fjárfesta, samkvæmt því sem kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Stefnt er að töku víxlanna til viðskipta í Kauphöllinni þann 15. október.