Meðallaun bankamanna hafa almennt séð lækkað verulega eftir hrunið og hefur lækkunin orðið mest hjá starfsmönnum stóru fjármálafyrirtækjanna eða nærri 30-50%.

Meðallaun starfsmanna Landsbankans hafa lækkað um helming frá árinu 2007 og voru lægst árið 2009 hjá þeim fjármálafyrirtækjum sem Viðskiptablaðið skoðaði, eða um 500 þúsund krónur á mánuði. Laun eru hins vegar öllu hærri hjá hinum stóru bönkunum, yfir 600 þúsund krónur að meðaltali.

Jafnframt hafa meðallaun lækkað hlutfallslega minna þar en hjá Landsbankanum frá árinu 2007, um 40% hjá Arion Banka og um 30% hjá Íslandsbanka.

______________________

Sjá nánar í Viðskiptablaðinu.