*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Erlent 16. janúar 2013 13:35

Laun bankastjórans lækkuð verulega

Milljarðatap hjá miðlara JP Morgan varð til þess að bónusgreiðslu bankastjórans voru lækkaðar um helming.

Ritstjórn

Heildargreiðslur til Jamie Dimon, bankastjóra bandaríska bankans JP Morgan, námu 11,5 milljónum dala á síðasta ári. Þetta jafngildir tæpum 1,5 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir hátt kaup á íslenskan mælikvarða þá kemur þetta við veski Dimon, því upphæðin er helmingi lægri en árið 2011. Það ár fékk Dimon 23 milljónir dala og setti hann á stall sem launahæsti bankastjóri Bandaríkjanna. Inni í heildargreiðslunum eru 1,5 milljóna dala laun og falla tíu milljónir undir bónusgreiðslur. 

Bloomberg-fréttaveitan segir ástæðuna fyrir því að bónusinn hafi verið skorinn við nögl þá að JP Morgan hafi tapað 6,2 milljörðum dala á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Tapið skrifast að mestu á tap miðlara bankans í London og verði Dimon að taka ábyrgð á því eins og öðru í rekstri bankans þótt hann hafi krafist rannsóknar á málinu og leitt hana.

Stikkorð: JP Morgan Jamie Dimon
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is